Hreint umhverfi – fagurt umhverfi

27.apr.2023

Seinni hluta apríl eru margir sem huga að því að fegra umhverfið og snurfusa fyrir sumarið með því að tína drasl í nánasta umhverfi. Í dag fyrir hádegi var komið að árlegum umhverfisdegi Nýheima og ráðhúss þar sem allir íbúar húsanna leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið. Það er alls konar rusl sem þarf að tína, þá eru einhverjir að skafa upp tyggjóklessur þeirra sem enn viðhafa þann leiða sið að spýta herlegheitunum út úr sér þar sem þeir standa. Og svo voru einhverjir í því að sópa stéttir og hreinsa mosa á milli gangstéttarhellna. Það má svo sannarlega segja að margar hendur vinni létt verk.

Í hádeginu verður svo efnt til mikillar hamborgaraveislu fyrir alla þá sem hafa lagt sitt af mörkum á umhverfisdeginum.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn, 30. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að líta í kringum sig og tína rusl. Saman getum við gert svo margt og flestir eru sammála um að okkur líði betur þar sem er hreint og fínt.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn, 30. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að líta í kringum sig og tína rusl.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...