Hreint umhverfi – fagurt umhverfi

27.apr.2023

Seinni hluta apríl eru margir sem huga að því að fegra umhverfið og snurfusa fyrir sumarið með því að tína drasl í nánasta umhverfi. Í dag fyrir hádegi var komið að árlegum umhverfisdegi Nýheima og ráðhúss þar sem allir íbúar húsanna leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið. Það er alls konar rusl sem þarf að tína, þá eru einhverjir að skafa upp tyggjóklessur þeirra sem enn viðhafa þann leiða sið að spýta herlegheitunum út úr sér þar sem þeir standa. Og svo voru einhverjir í því að sópa stéttir og hreinsa mosa á milli gangstéttarhellna. Það má svo sannarlega segja að margar hendur vinni létt verk.

Í hádeginu verður svo efnt til mikillar hamborgaraveislu fyrir alla þá sem hafa lagt sitt af mörkum á umhverfisdeginum.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn, 30. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að líta í kringum sig og tína rusl. Saman getum við gert svo margt og flestir eru sammála um að okkur líði betur þar sem er hreint og fínt.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn, 30. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að líta í kringum sig og tína rusl.

Aðrar fréttir

Fókus á álftatalningu

Fókus á álftatalningu

Í dag var komið að árlegri ferð upp í Lón en það er eitt af vöktunarverkefnum í umhverfis- og auðlindafræði í FAS að fylgjast með álftum. Aðaltilgangurinn að telja álftir á Lónsfirði en við komum líka við á urðunarstaðnum í Lóni og fengum að sjá og fræðast um...

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Félag þýzkukennara hefur um árabil með stuðningi frá Goethe Institut og Þýska sendiráðinu staðið fyrir samkeppni sem kallast Þýskuþraut. Þar gefst nemendum sem eru komnir áleiðis í námi kostur á að taka þátt í þýskuprófi til að sjá hver staða þeirra er miðað við...

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga og mikið búið að vera um að vera. Morguninn byrjaði líkt og fyrri dagar á morgunleikfimi. Að því loknu fengum við góða gesti. Það voru læknanemar frá Ástráði með fræðslu um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti. Í löngu...