Nemendur á ferð og flugi

20.apr.2023

Það má sannarlega segja að margir nemendur FAS séu á ferð og flugi þessa dagana. Í þessari viku eru 10 nemendur í Vaala í Finnlandi. Þeir taka þátt í verkefninu Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway. Þetta er síðasta heimsóknin í þriggja ára verkefni þar sem er verið að vinna með ákveðin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er unnið með heimsmarkmið 7 sem fjallar um sjálfbæra orku. Hægt er að fylgjast með heimsókninni á https://geoheritage.fas.is/. Í dag og á morgun vinna nemendur úr þeim upplýsingum sem hefur verið safnað fyrri hluta vikunnar.

Í næstu viku verða svo þrír nemendur í Tyrklandi en þeir taka þátt í Erasmus+ verkefninu Rare routes. Þá eru nemendur í fjallamennsku að ferðast um jökla Íslands þessa dagana. Við vonum að allar þessar ferðir gangi sem best og allir komi heim reynslunni ríkari.

Gleðilegt sumar öll. Það er ekki kennsla í FAS á morgun, föstudag. Við hvetjum því alla til að njóta langrar helgar og safna kröftum fyrir lokasprettinn á önninni.

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...