Listasvið FAS á Svavarssafni

12.apr.2023

Listasvið FAS heimsótti Svavarsafn þar sem sýningin Blámi eftir Þorvarð Árnason stendur yfir. Nemendur fengu að njóta listaverkanna sem eru í formi myndbanda, ljósmynda og hljóðverks. Þorvarður hitti nemendur og ræddi við þá um aðferðir sínar, innblástur og útfærslu á innsetningunni.

Innsetning Þorvarðar er óður til jöklanna sem eru ríkjandi í umhverfinu hér á Hornafirði. Ekki var komist hjá því að ræða loftslagsbreytingar og hopun jökla í því samhengi. Þorvarður hefur unnið við rannsóknir síðan í byrjun þessarar aldrar og spannar myndefnið hans feril hér í sveitarfélaginu.

Nemendur fengu nýja innsýn í listræna vinnu þar sem náttúruvísindum og listrannsóknum er skeytt saman. Útkoman er svo til sýnis inni í Svavarssafni og hvetjum við á Listasviði FAS alla til að kíkja við á Svavarssafni og sökkva sér ofan í litadýrð jöklanna.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...