Fjallamennskunemar í Frakklandi

11.apr.2023

Síðustu daga hafa framhaldsnemendur í fjallamennskunámi FAS verið í heimsókn hjá Íþrótta- og útivistarskóla (CREPS) í Valle Pont’Arc í Suður-Frakklandi en þar útskrifast nemendur t.d sem kayak-, hella-, fjallahjóla- og gljúfraleiðsögumenn. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni skólanna í gegnum Erasmus+ en tilgangurinn er meðal annars að deila reynslu og þekkingu svo hægt sé að læra hvert af öðru og að skoða hvernig náttúruvernd er háttað milli landanna.

Núna í april koma nemendur frá CREPS skólanum til Íslands til að kynnast starfsumhverfinu hér heima. Nemendurnir sem fóru til Frakklands voru: Arna Hrund, Ásta Kristín, Courtney Brooks, Guðný Gígja, Guðný Ósk og Maríanna Óskars. Það var Tómas Eldjárn Vilhjálmsson kennari í fjallamennskunáminu sem fylgdi hópnum.

 

Aðrar fréttir

Fókus á álftatalningu

Fókus á álftatalningu

Í dag var komið að árlegri ferð upp í Lón en það er eitt af vöktunarverkefnum í umhverfis- og auðlindafræði í FAS að fylgjast með álftum. Aðaltilgangurinn að telja álftir á Lónsfirði en við komum líka við á urðunarstaðnum í Lóni og fengum að sjá og fræðast um...

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Félag þýzkukennara hefur um árabil með stuðningi frá Goethe Institut og Þýska sendiráðinu staðið fyrir samkeppni sem kallast Þýskuþraut. Þar gefst nemendum sem eru komnir áleiðis í námi kostur á að taka þátt í þýskuprófi til að sjá hver staða þeirra er miðað við...

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga og mikið búið að vera um að vera. Morguninn byrjaði líkt og fyrri dagar á morgunleikfimi. Að því loknu fengum við góða gesti. Það voru læknanemar frá Ástráði með fræðslu um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti. Í löngu...