Söngkeppni og músíktilraunir

31.mar.2023

Á morgun, 1. apríl verður Söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Hinu Húsinu og verður streymt beint frá keppninni á Stöð2 Vísi. En eins og við sögðum frá fyrr í vikunni er hún Isabella Tigist að keppa fyrir FAS.  Símakosning vegur mikið um úrslit og hefst hún á sama tíma og keppnin sjálf, kl 19:00 og lýkur stuttu eftir síðasta atriði. Símanúmer keppenda FAS er 900-9122 og við hvetjum alla til að fylgjast með keppninni og að sjálfsögðu að styðja okkar keppanda með því að kjósa hana.

Á morgun eru líka úrslit í Músíktilraunum en á síðasta þriðjudag varð ljóst að dómnefnd hafði valið Fókus okkar frá FAS til að taka þátt í úrslitunum. Sú keppni verður í Norðurljósasalnum í Hörpu og hefst klukkan 17:00. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á RÚV 2. Á úrslitakvöldi er það eingöngu dómnefnd sem velur vinningshafa, en salur og áheyrendur kjósa í símakosningu um Hljómsveit Fólksins.
Við vitum núna að Fókus mun stíga á svið um 18:30 og númerið fyrir símakosninguna
 er 900-9805. Það kostar 139 kr að hringja

Við óskum okkar fólki góðs gengis á morgun og öllum gleðilegra páska en páskafrí hófst í dag eftir kennslu.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...