Opið fyrir umsóknir í fjallanámi FAS

31.mar.2023

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í fjallamennskunáminu okkar í FAS. Námið hefur verið endurskipulagt til að mæta sem best þörfum nemenda. Námið samsett úr verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi.

Eins og áður er boðið upp á grunnnám í fjallamennsku annars vegar og framhaldsnám hins vegar. Nemendur í grunnnámi hafa val um það hvort þeir taka námið á tveimur önnum eða fjórum. Þeir sem ljúka því námi fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG, og kallast námsleiðin leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn.

Framhaldsnámið er kennt á tveimur önnum og þurfa nemendur að hafa lokið grunnnáminu hjá FAS til að geta sótt þar um. Námsleiðin þar kallast leiðsögumaður með áherslu á fjallgönguleiðsögn og er sérhæft nám í fjallamennsku.

Nú hefur verið tekið upp svokallað einingagjald í fjallamennskunáminu. Fullt nám í eina önn kostar 75.000 krónur og hálft nám 35.000 og á það við bæði um grunnnám og framhaldsnám. Allar nánari upplýsingar um námið er að finna á fjallanam.is og það er líka sótt um á þeirri síðu. Umsóknarfrestur er til 21. apríl.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...