Fókus í úrslit Músiktilrauna

29.mar.2023

Fyrir nokkru sögðum við frá því að stúlknabandið Fókus ætlaði að taka þátt í Músiktilraunum en þar hefur fjöldi hljómsveita komið fram fjögur síðustu kvöld í undankeppninni. Hvert kvöld hefur salurinn valið eina hljómsveit áfram og dómnefnd aðra. Það var þó vitað að síðasta kvöldið myndi dómnefnd hugsanlega bæta fleiri hljómsveitum við.

Og í gær varð ljóst hvaða hljómsveitir halda áfram í úrslitin. Þegar dómnefnd bætti við atriðum í úrslitakeppnina var Fókus þar á meðal. Frábært og til hamingju stelpur. Hljómsveitin þarf því að bruna aftur í höfuðborgina og mun taka þátt í úrslitunum sem haldin verða n.k. laugardag, 1. apríl í Hörpu kl.17:00. Hægt er að kaupa miða á tix.is.

Söngkeppni framhaldsskólanna fer einnig fram næsta laugardag og þar á FAS fulltrúa. Það verður því nóg að gera að fylgjast með okkar fólki næsta laugardag. Við óskum öllum góðs gengis og áfram FAS!!

 

Aðrar fréttir

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð FAS er ígildi lokaprófs en þar fá nemendur tækifæri til að sýna fram á þá hæfni og þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum skólagönguna. Lagt er upp með í áfanganum að nemendur takist á við fjölbreytt og flókið landslag, hvort sem það er utan hefðbundinna...

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Eins og svo oft áður á þessu fallega skeri var veðrið aðeins að stríða okkur. Því var ákveðið að byrja kennsluna innanhúss og til þess er enginn staður betri en Mikligarður – við kunnum Klifurhúsinu og Garðabæ bestu þakkir fyrir að fá að nýta þessa aðstöðu....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 11 stúdentar, einn nemandi af Vélstjórn A og einn nemandi af framhaldsskólabraut. Nýstúdentar eru: Carmen Diljá Eyrúnardóttir, Erlendur Rafnkell Svansson, Eydís Arna Sigurðardóttir, Júlíana Rós Sigurðardóttir,...