Fókus í úrslit Músiktilrauna

29.mar.2023

Fyrir nokkru sögðum við frá því að stúlknabandið Fókus ætlaði að taka þátt í Músiktilraunum en þar hefur fjöldi hljómsveita komið fram fjögur síðustu kvöld í undankeppninni. Hvert kvöld hefur salurinn valið eina hljómsveit áfram og dómnefnd aðra. Það var þó vitað að síðasta kvöldið myndi dómnefnd hugsanlega bæta fleiri hljómsveitum við.

Og í gær varð ljóst hvaða hljómsveitir halda áfram í úrslitin. Þegar dómnefnd bætti við atriðum í úrslitakeppnina var Fókus þar á meðal. Frábært og til hamingju stelpur. Hljómsveitin þarf því að bruna aftur í höfuðborgina og mun taka þátt í úrslitunum sem haldin verða n.k. laugardag, 1. apríl í Hörpu kl.17:00. Hægt er að kaupa miða á tix.is.

Söngkeppni framhaldsskólanna fer einnig fram næsta laugardag og þar á FAS fulltrúa. Það verður því nóg að gera að fylgjast með okkar fólki næsta laugardag. Við óskum öllum góðs gengis og áfram FAS!!

 

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...