Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna

27.mar.2023

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 1. apríl í Hinu húsinu í Reykjavík. Allir framhaldsskólar landsins geta sent einn keppenda fyrir sína hönd. FAS hefur oft tekið þátt í söngkeppninni og svo er einnig nú. Það er hún Isabella Tigist sem verður okkar fulltrúi að þessu sinni. Hún ætlar að flytja lagið „All the pretty girls“ sem hljómsveitin Kaleo samdi fyrir nokkrum árum. Að þessu sinni eiga 28 skólar fulltrúa í keppninni.

Keppnin á laugardaginn hefst klukkan 19 og um leið hefst símakosning. Við hvetjum alla til að fylgjast með keppninni en henni verður streymt á Stöð2/Vísi. Við vitum ekki enn hvaða símanúmer Isabella Tigist fær en við munum að sjálfsögðu uppfæra fréttina þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Isabella Tigist er að vonum spennt að taka þátt og auðvitað óskum við henni góðs gengis.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...