Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna

27.mar.2023

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 1. apríl í Hinu húsinu í Reykjavík. Allir framhaldsskólar landsins geta sent einn keppenda fyrir sína hönd. FAS hefur oft tekið þátt í söngkeppninni og svo er einnig nú. Það er hún Isabella Tigist sem verður okkar fulltrúi að þessu sinni. Hún ætlar að flytja lagið „All the pretty girls“ sem hljómsveitin Kaleo samdi fyrir nokkrum árum. Að þessu sinni eiga 28 skólar fulltrúa í keppninni.

Keppnin á laugardaginn hefst klukkan 19 og um leið hefst símakosning. Við hvetjum alla til að fylgjast með keppninni en henni verður streymt á Stöð2/Vísi. Við vitum ekki enn hvaða símanúmer Isabella Tigist fær en við munum að sjálfsögðu uppfæra fréttina þegar þær upplýsingar liggja fyrir. Isabella Tigist er að vonum spennt að taka þátt og auðvitað óskum við henni góðs gengis.

Aðrar fréttir

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð FAS er ígildi lokaprófs en þar fá nemendur tækifæri til að sýna fram á þá hæfni og þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum skólagönguna. Lagt er upp með í áfanganum að nemendur takist á við fjölbreytt og flókið landslag, hvort sem það er utan hefðbundinna...

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Eins og svo oft áður á þessu fallega skeri var veðrið aðeins að stríða okkur. Því var ákveðið að byrja kennsluna innanhúss og til þess er enginn staður betri en Mikligarður – við kunnum Klifurhúsinu og Garðabæ bestu þakkir fyrir að fá að nýta þessa aðstöðu....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 11 stúdentar, einn nemandi af Vélstjórn A og einn nemandi af framhaldsskólabraut. Nýstúdentar eru: Carmen Diljá Eyrúnardóttir, Erlendur Rafnkell Svansson, Eydís Arna Sigurðardóttir, Júlíana Rós Sigurðardóttir,...