Frumsýning á föstudag

20.mar.2023

Í byrjun annar sögðum við frá því að FAS væri í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar vegna uppsetningar á fjölskylduleikritinu Galdrakarlinum í Oz eftir L. Frank Baum. Fjölmargir aðstoða leikfélagið við uppsetninguna en auk nemenda í FAS eru nokkrir nemendur úr grunnskólanum sem fara með hlutverk. Í heildina koma nokkrir tugir að uppsetningunni.

Undanfarnar vikur hafa verið stífar æfingar og næsta föstudag, 24. mars verður leikritið frumsýnt í Mánagarði. Sýningin á föstudag hefst hefst klukkan 19 og það er orðið uppselt á hana. Önnur sýning verður laugardaginn 25. mars og hefst hún klukkan 17. Þar er enn hægt á fá miða. Það eru tvær sýningar fyrirhugaðar sunnudaginn 26. mars, sú fyrri er klukkan 13 og sú seinni klukkan 17. Hægt er að panta miða í síma 691 67 50 eða 892 93 54 á milli 17 og 20.

Við hvetjum alla til að drífa sig í leikhús og sjá skemmtilega uppfærslu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingum síðustu daga.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...