Menntun og öryggi leiðsögumanna á norðurslóðum

17.mar.2023

Barbara Olga Hild vinnur að PhD verkefni sínu sem ber heitið “Arctic Guide Education and Safety”. Í verkefninu leiðir hún saman þrjá skóla sem kenna leiðsögn á norðurslóðum. Fjallamennskunám FAS er íslenski þátttakandinn í verkefninu ásamt menntaskólanum Campus Kujalleq á Suður-Grænlandi og Norges Arktiske Universitet í Tromsö og á Svalbarða. Dagana 15. – 17. febrúar hittum við kennararnir í fjallamennskunáminu í FAS, Barböru og hina þátttakendurna frá Noregi og Grænlandi ásamt Gunnari Jóhannessyni prófessor við Ferðamálafræðideild HÍ, á fundi í Reykjavík.  

Verkefnið er virkilega spennandi og á vel við starfið okkar í fjallamennskudeild FAS. Strax á fyrsta fundi mátti sjá marga sameiginlega snertifleti með skólunum á Grænlandi og á Svalbarða. Við heimsóttum ferðaþjónustufyrirtæki og fengum kynningu frá þeim hvernig staðið er að öryggis- og menntunarmálum. Eins var haldin vinnustofa með hagsmunaaðilum úr ferðaþjónustunni þar sem fóru fram líflegar umræður.  

Næsta skref verkefnisins er fundur á Svalbarða í lok maí. Þangað höldum við fjögur frá FAS en ásamt fundasetu tökum við þátt í 5 daga gönguskíðaleiðangri á Spitsbergen jöklinum. Leiðangurinn er lokaferð útskriftarnema í Arctic Nature Guide náminu en nemendurnir bjóða allir 1-2 vinum eða fjölskyldumeðlimum í leiðangurinn en nemendurnir eru leiðsögumenn ferðarinnar. Við kennararnir í fjallamennskunáminu fáum því að vera “viðskiptavinir” í ferðinni. Það verður virkilega spennandi og lærdómsríkt að koma til Svalbarða og sjá hvernig kennslan er útfærð þar. Í framhaldinu verður síðasti fundur verkefnisins haldinn á Grænlandi.  

Við vonum að verkefnið leiði að sér einhvers konar samstarf skólanna þriggja enda eigum við margt sameiginlegt með þeim. Verkefnið fór vel af stað og við hlökkum til næstu skrefa.  

Íris Ragnarsdóttir Pedersen 

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...