Fókus í Músiktilraunum

16.mar.2023

Í síðustu viku sögðum við frá stúlknabandinu Fókus sem spilaði m.a. á Nýtorgi þegar menningarverðlaun sveitarfélagsins voru afhent og eins á Blúshátíð um síðustu helgi.

Nú er komið í ljós að hljómsveitin tekur þátt í Músiktilraunum og mun spila laugardaginn 25. mars í Hörpu. Hljómsveitin hefur æft stíft undanfarið og flytur bæði frumsamin lög og ábreiður. Núna eru frumsömdu lögin þeirra komin á netið og hægt er að hlusta á þau hér. 

Undankvöldin í Músiktilraunum að þessu sinni eru fjögur þar sem um það bil 40 hljómsveitir sækjast eftir því að komast í úrslit. Það verða 10 – 12 hljómsveitir sem komast í úrslit og úrslitakvöldið verður þann 1. apríl.

Okkur finnst frábært að hljómsveitin taki þátt í Músiktilraunum og það verður sannarlega gaman að fylgjast með. Þeir sem eru á höfðuborgarsvæðinu geta farið í Hörpu til að hlusta á bandið. Gert er ráð fyrir að hljómsveitin spili um 19:30. Hægt er að kaupa miða á tix.is. Við óskum okkar konum góðs gengis.

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...