Hljómsveitin Fókus

10.mar.2023

Í hádeginu í dag mátti heyra flotta músík berast frá Nýheimum. Það var hljómsveitin Fókus sem flutti nokkur lög og voru flest þeirra frumsamin. Hljómsveitina Fókus skipa þær Amylee da Silva Trindade, Alexandra Hernandez, Anna Lára Grétarsdóttir, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir (Abbalónía) og Pia Wrede. Abbalónía kemur frá Selfossi og kynnist hornfirsku snótunum í gegnum Sinfóníuhljómsveit Suðurlands en þær Alexandra og Amylee hafa spilað þar. Pia er skiptinemi frá Þýskalandi og er í FAS þessa önn.

Þær hafa spilað saman síðan í desember 2022 og í þessari viku sendu þær inn  umsókn til að fá að taka þátt í Músíktilraunum. En Músiktilraunir er vettvangur fyrir ungt fólk til að koma frumsaminni tónlist á framfæri og fer keppnin að jafnaði fram í seinni hluta mars ár hvert.

Í dag verða menningarverðlaun sveitarfélagsins afhent og Fókus spilar þar. Það verður gaman að fylgjast með stelpunum næstu daga og vikur.

Aðrar fréttir

Opið fyrir umsóknir í fjallanámi FAS

Opið fyrir umsóknir í fjallanámi FAS

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í fjallamennskunáminu okkar í FAS. Námið hefur verið endurskipulagt til að mæta sem best þörfum nemenda. Námið samsett úr verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi. Eins og áður er boðið upp á grunnnám í fjallamennsku annars...

Fókus í úrslit Músiktilrauna

Fókus í úrslit Músiktilrauna

Fyrir nokkru sögðum við frá því að stúlknabandið Fókus ætlaði að taka þátt í Músiktilraunum en þar hefur fjöldi hljómsveita komið fram fjögur síðustu kvöld í undankeppninni. Hvert kvöld hefur salurinn valið eina hljómsveit áfram og dómnefnd aðra. Það var þó vitað að...

Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna

Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 1. apríl í Hinu húsinu í Reykjavík. Allir framhaldsskólar landsins geta sent einn keppenda fyrir sína hönd. FAS hefur oft tekið þátt í söngkeppninni og svo er einnig nú. Það er hún Isabella Tigist sem verður...