10. bekkur heimsækir FAS

07.mar.2023

Í gær komu nemendur úr 10. bekk í heimsókn til okkar í FAS. Þegar hópurinn mætti var þeim boðið í morgunmat með nemendum og kennurum skólans. Í framhaldi af því var kynning á skólanum, námsframboði og félagslífinu. Við vonum að kynningin hafi verið gagnleg og fróðleg, einnig að gestirnir séu einhverju nær um það hvað tekur við að loknum grunnskóla. Á meðfylgjandi mynd má sjá ummæli núverandi nemenda um það hvers vegna FAS ætti að verða fyrir valinu að loknum grunnskóla.

Í dag verður fundur með foreldrum 10. bekkinga. Þar fá foreldrar sams konar kynningu á skólanum og nemendur fengu. Jafnframt fá þeir tækifæri til að spyrja nánar um skólann. Við vonumst til að sjá sem flesta í dag.

Aðrar fréttir

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð FAS er ígildi lokaprófs en þar fá nemendur tækifæri til að sýna fram á þá hæfni og þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum skólagönguna. Lagt er upp með í áfanganum að nemendur takist á við fjölbreytt og flókið landslag, hvort sem það er utan hefðbundinna...

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Eins og svo oft áður á þessu fallega skeri var veðrið aðeins að stríða okkur. Því var ákveðið að byrja kennsluna innanhúss og til þess er enginn staður betri en Mikligarður – við kunnum Klifurhúsinu og Garðabæ bestu þakkir fyrir að fá að nýta þessa aðstöðu....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 11 stúdentar, einn nemandi af Vélstjórn A og einn nemandi af framhaldsskólabraut. Nýstúdentar eru: Carmen Diljá Eyrúnardóttir, Erlendur Rafnkell Svansson, Eydís Arna Sigurðardóttir, Júlíana Rós Sigurðardóttir,...