Vel heppnuð árshátíð FAS

06.mar.2023

Árshátíð FAS fór fram síðastliðinn fimmtudag, þann 2.mars. Þemað að þessu sinni var „90’s“ og var Sindrabær skreyttur í takt við þann tíma. Skreytingarnar voru afurð árshátíðarhóps á opnum dögum sem fóru fram fyrr hluta síðustu viku.

Að loknu borðhaldi var sýnt myndband sem árshátíðarhópurinn vann á opnum dögum. Árshátíðardans var svo dansaður en stífar æfingar höfðu átt sér stað í skólanum og lukkaðist hann vel. Við höfum áður sagt frá því að nemendur í sviðslistum eiga heiðurinn af dansinum.  Það var svo hljómsveitin Nostalgia sem spilaði fyrir dansi og hélt stemningunni uppi.

Eftir stendur vel lukkuð árshátíð sem hefði ekki getað átt sér stað nema fyrir kennara, foreldra sem buðu sig fram í gæslu og svo að sjálfsögðu nemandanna sem skipulögðu hana svo vel. Takk krakkar!!

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...