Vel heppnuð árshátíð FAS

06.mar.2023

Árshátíð FAS fór fram síðastliðinn fimmtudag, þann 2.mars. Þemað að þessu sinni var „90’s“ og var Sindrabær skreyttur í takt við þann tíma. Skreytingarnar voru afurð árshátíðarhóps á opnum dögum sem fóru fram fyrr hluta síðustu viku.

Að loknu borðhaldi var sýnt myndband sem árshátíðarhópurinn vann á opnum dögum. Árshátíðardans var svo dansaður en stífar æfingar höfðu átt sér stað í skólanum og lukkaðist hann vel. Við höfum áður sagt frá því að nemendur í sviðslistum eiga heiðurinn af dansinum.  Það var svo hljómsveitin Nostalgia sem spilaði fyrir dansi og hélt stemningunni uppi.

Eftir stendur vel lukkuð árshátíð sem hefði ekki getað átt sér stað nema fyrir kennara, foreldra sem buðu sig fram í gæslu og svo að sjálfsögðu nemandanna sem skipulögðu hana svo vel. Takk krakkar!!

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...