Opnir dagar í FAS

28.feb.2023

Núna standa yfir opnir dagar í FAS. Þá leggja nemendur hefðbundin verkefni til hliðar og fást við ýmislegt annað. Nemendur gátu valið sér hóp eftir áhuga og hafa því mikið um það að segja hvað er gert á opnum dögum.

Við erum með útvarpshóp sem ætlar að vera með tvær útsendingar á youtube rás skólans í dag. Fyrri þátturinn fer í loftið klukkan 13:30 og ber hann heitið Pedro. Seinni þátturinn er gerður af Rúntklúbbnum og heitir Rúntkastið og útsending hefst klukkan 14:15.

Þá er starfandi blaðahópur og það er aldrei að vita nema að við sjáum eitthvað frá þeim hópi i Eystrahorni í næstu viku. Þriðji hópurinn er að skoða skólaumhverfið og veltir fyrir sér hvernig megi bæta það. Síðast en ekki síst er árshátíðarhópur starfandi en eins og nafnið ber með sér er hann að skipuleggja árshátíð skólans sem verður fimmtudaginn 2. mars.

Aðrar fréttir

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð FAS er ígildi lokaprófs en þar fá nemendur tækifæri til að sýna fram á þá hæfni og þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum skólagönguna. Lagt er upp með í áfanganum að nemendur takist á við fjölbreytt og flókið landslag, hvort sem það er utan hefðbundinna...

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Eins og svo oft áður á þessu fallega skeri var veðrið aðeins að stríða okkur. Því var ákveðið að byrja kennsluna innanhúss og til þess er enginn staður betri en Mikligarður – við kunnum Klifurhúsinu og Garðabæ bestu þakkir fyrir að fá að nýta þessa aðstöðu....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 11 stúdentar, einn nemandi af Vélstjórn A og einn nemandi af framhaldsskólabraut. Nýstúdentar eru: Carmen Diljá Eyrúnardóttir, Erlendur Rafnkell Svansson, Eydís Arna Sigurðardóttir, Júlíana Rós Sigurðardóttir,...