Opnir dagar á næsta leiti

23.feb.2023

Í næstu viku verða opnir dagar hjá okkur í FAS. En þá eru bækurnar lagðar til hliðar í þrjá daga og nemendur fást við önnur verkefni. Opnum dögum lýkur svo með árshátíð sem verður fimmtudaginn 2. mars.

Nemendur í sviðslistum hafa síðustu daga búið til dans fyrir árshátíðina og í dag var komið að því að kenna öðrum að stíga dansinn. Þeir sem ekki komust geta horft á dansinn á þessu myndbroti og allir eru hvattir til þess að tileinka sér sporin svo hægt sé að dansa með á árshátiðinni.

Þá var kynning á þeim hópum sem munu verða starfandi á opnum dögum og nemendur gátu skráð sig í hóp eftir áhuga. Þeir sem eiga eftir að skrá sig í hóp er bent á að hafa samband við Herdísi. Ef nemandi er ekki búinn að skrá sig í hóp á morgun, föstudag mun hann verða skráður í hóp.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...