Bolla, bolla í FAS

20.feb.2023

Það fer víst ekki fram hjá mörgum að í dag er bolludagur en sá dagur er einn af þremur sem marka upphaf  lönguföstu sem má rekja til 40 daga föstu Gyðinga fyrir páska. Langafasta, einnig kölluð sjöviknafasta, hefst á öskudegi, miðvikudegi í 7. viku fyrir páska. Föstuinngangur stendur frá sunnudeginum á undan og getur borið upp á 1. febrúar til 7. mars. Þetta segir okkur líka að á miðvikudag séu 40 dagar til páska.

FAS bauð nemendum og starfsfólki upp á bollur á Nýtorgi í dag og voru þeim gerð góð skil. Þær stöllur Anna Lára og Siggerður létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í svona fínt bolluboð.

 

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...