Styttist í miðannarsamtöl

09.feb.2023

Áfram flýgur tíminn og við erum nú komin í sjöttu viku vorannar. Það þýðir að það er farið að styttast í miðannarsamtölin sem fara fram í viku átta. Í flestum áföngum þurfa nemendur að skila vinnugögnum og/eða taka kannanir fyrir miðannarsamtölin svo kennarar geti betur metið stöðu hvers og eins. Það er því ekki ólíklegt að skil á vinnugögnum séu í þessari eða næstu viku.

Við viljum minna á mikilvægi þess að vinna jafnt og þétt svo álag verði ekki of mikið á einhverjum tímapunktum. Ef kennslustundir duga ekki til að ljúka verkefnum hverrar viku er upplagt að nýta vinnustundirnar til þeirra verka. Við viljum líka minna á að þið getið alltaf leitað til kennara í vinnustundum til að fá aðstoð ef þarf.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...