FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

02.feb.2023

Í mörg ár hefur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðið fyrir Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni  sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er t.d. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum en það er sá tími sem Embætti landlæknis telur vera lágmarkshreyfingu fyrir hvern og einn. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn.

Lífshlaupið hefur þróast nokkuð og í dag er því skipt í nokkra hluta.  Við hér í FAS tökum að sjálfsögðu þátt og erum með tvö lið. Annars vegar tökum við þátt í Framhaldsskólakeppni sem er fyrir nemendur 16 ára og eldri og stendur yfir í tvær vikur og hins vegar tekur starfsfólk þátt í vinnustaðakeppni sem stendur yfir í þrjár vikur.

Við hvetjum alla til að vera með og minnum á mikilvægi þess að hreyfing stuðlar að aukinni vellíðan.

 

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...