FAS komið í aðra umferð

15.jan.2016

gettubeturLiðið okkar í Gettu betur stóð sig aldeilis vel í gær þegar það vann lið Menntaskólans í Kópavogi. Lið FAS fékk 27 stig en MK 15. Þar með er lið FAS komið í aðra umferð og er það í fyrsta skipti í áratug sem FAS kemst áfram úr fyrstu umferð.
Eftir keppnina í gær var dregið í viðureignir í síðari umferð í útvarpi. Miðvikudaginn 20. janúar mun lið FAS mæta liði Menntaskólans við Sund og hefst keppnin klukkan 20:30. Að sjálfsögðu verður hægt að hlusta á viðureignina á RÁS2.
Að sjálfsögðu óskum við okkar fólki góðs gengis.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...