FAS komið í aðra umferð

15.jan.2016

gettubeturLiðið okkar í Gettu betur stóð sig aldeilis vel í gær þegar það vann lið Menntaskólans í Kópavogi. Lið FAS fékk 27 stig en MK 15. Þar með er lið FAS komið í aðra umferð og er það í fyrsta skipti í áratug sem FAS kemst áfram úr fyrstu umferð.
Eftir keppnina í gær var dregið í viðureignir í síðari umferð í útvarpi. Miðvikudaginn 20. janúar mun lið FAS mæta liði Menntaskólans við Sund og hefst keppnin klukkan 20:30. Að sjálfsögðu verður hægt að hlusta á viðureignina á RÁS2.
Að sjálfsögðu óskum við okkar fólki góðs gengis.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...