Listaverk nemenda í Miðbæ

20.jan.2023

Sam Rees er einn þeirra listamanna sem á verk á yfirstandandi sýningu Svavarssafns; Tilraun Æðarrækt, Sjálfbært samlífi. Sam Rees vinnur með gervigreind og nýtir hann þá tækni til listsköpunar. Verk hans hafa verið til sýnis í Miðbæ frá því að sýningin opnaði síðasta haust. 

Nú er Sam Rees hingað kominn aftur og nú í samvinnu við Svavarssafn til að halda listasmiðju með nemendum á lista- og menningarsviði FAS. Síðustu daga hefur hann verið með námskeið fyrir krakkana og hafa þau svo sannarlega lært margt nýtt. Það spillir ekki fyrir að krökkunum sem tóku þátt fannst það bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að taka þátt.

Í dag var komið að því að kynna afraksturinn af vinnu nemenda. Sam Rees ætlar að skipta út sínum verkum fyrir verk nemenda FAS og mun þau standa uppi nú um helgina. Þemað í vinnu nemenda var framtíðarsýn fyrir Hornafjörð. Verkefnin eru stórskemmtileg og við hvetjum alla til að gefa sér tíma til þess að stilla sér upp fyrir framan sjónvarpsskjáinn í Miðbæ og fikta í tökkunum á stóra kassanum. 

Aðrar fréttir

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

Í mörg ár hefur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðið fyrir Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni  sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er t.d. í...

Fuglatalning í fimbulkulda

Fuglatalning í fimbulkulda

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi...

Næsta verkefni leikfélagsins og FAS

Næsta verkefni leikfélagsins og FAS

Enn og aftur sameina Leikfélag Hornafjarðar og FAS krafta sína. Nú hefur verið ákveðið að setja upp leikritið Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum sem er þekkt fjölskylduleikrit og er alltaf jafn vinsælt. Um nýliðna helgi stóðu leikfélagið og FAS að sameiginlegri...