Fuglatalning í fimbulkulda

19.jan.2023

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi lagður. Eins og áður er þetta verkefni í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Við munum ekki eftir að hafa séð svona mikinn ís á talningasvæðinu áður.

Auk þess að telja fugla þá er umhverfinu veitt athygli. Við tökum veðrið, reynum að meta stöðu sjávar og hvernig skilyrðin eru til talningar. Þá skoðum við hugsanlega mengunarvalda í umhverfinu og tökum með okkur rusl sem annars myndi enda á sjó úti.

Þó það væri kalt gekk talningin ljómandi vel. Við höfum oft séð fleiri fugla en þó sáust 11 fuglategundir í dag. Og útiveran bætir og nærir bæði líkama og sál.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...