Næsta verkefni leikfélagsins og FAS

16.jan.2023

Enn og aftur sameina Leikfélag Hornafjarðar og FAS krafta sína. Nú hefur verið ákveðið að setja upp leikritið Galdrakarlinn í Oz eftir L. Frank Baum sem er þekkt fjölskylduleikrit og er alltaf jafn vinsælt.

Um nýliðna helgi stóðu leikfélagið og FAS að sameiginlegri vinnustofu með leikstjóranum Völu Höskuldsdóttur. Hún er sviðshöfundur og hefur unnið m.a. með Leikfélagi Akureyrar ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Í vinnustofunni sameinaðist væntanlegur leikhópur og vann ýmsar æfingar til að hrista hópinn saman. Þá var leikstjórinn að kynna sínar vinnuaðferðir og hvers leikhópurinn má vænta á næstunni.

Það eru fjölmargir sem munu koma að sýningunni. Þar má nefna; félaga í leikfélaginu, nemendur á listasviði FAS og nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar. Ef það eru einhverjir sem vilja taka þátt í hinum ýmsu störfum leikhússins að þá er þeim bent á að hafa samband við leikfélagið í gegnum fésabókarsíðu félagins.

Það verður spennandi að fylgast með gangi mála á næstu vikum. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 24. mars.

 

Aðrar fréttir

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

Í mörg ár hefur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðið fyrir Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni  sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er t.d. í...

Listaverk nemenda í Miðbæ

Listaverk nemenda í Miðbæ

Sam Rees er einn þeirra listamanna sem á verk á yfirstandandi sýningu Svavarssafns; Tilraun Æðarrækt, Sjálfbært samlífi. Sam Rees vinnur með gervigreind og nýtir hann þá tækni til listsköpunar. Verk hans hafa verið til sýnis í Miðbæ frá því að sýningin opnaði síðasta...

Fuglatalning í fimbulkulda

Fuglatalning í fimbulkulda

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi...