Hafragrautur bætir og kætir

06.jan.2023

Við vitum öll að góð næring skiptir miklu máli til að stuðla að vellíðan. Og það er mun líklegra að það sé auðveldara að einbeita sér með mettan maga fremur en að sitja með gaulandi garnir og bíða eftir því að tíminn líði. Góð og holl næring er einmitt einn þáttur í stefnu heilsueflandi framhaldsskóla. 

FAS ætlar nú á vorönninni að bjóða nemendum og starfsfólki upp á frían hafragraut í morgunhléinu og stuðla þar með að því að allir eigi kost á hollri næringu. Við hvetjum alla til að nýta sér þetta góða tilboð.

Aðrar fréttir

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

Í mörg ár hefur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðið fyrir Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni  sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er t.d. í...

Listaverk nemenda í Miðbæ

Listaverk nemenda í Miðbæ

Sam Rees er einn þeirra listamanna sem á verk á yfirstandandi sýningu Svavarssafns; Tilraun Æðarrækt, Sjálfbært samlífi. Sam Rees vinnur með gervigreind og nýtir hann þá tækni til listsköpunar. Verk hans hafa verið til sýnis í Miðbæ frá því að sýningin opnaði síðasta...

Fuglatalning í fimbulkulda

Fuglatalning í fimbulkulda

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi...