Skólastarf vorannar hafið í FAS

04.jan.2023

Skólastarf vorannarinnar hófst formlega eftir hádegi í dag þegar skólinn var settur. Það var gaman að sjá nemendur mæta og tilbúna til að takast á við nýjar áskoranir á nýrri önn með hækkandi sól.

Nú er verið að taka upp nýtt skipulag í FAS sem má segja að sé tvíþætt. Kennsla hefst á þessari önn klukkan 8:30 á morgnana og kennt er til 16:30. Kennslustundir eru styttar niður í 45 mínútur. Eins og áður eru kenndar fjórir tímar í viku í flestum fimm eininga áföngum. En til að vega upp á móti styttri kennslustundum hafa bæst við vinnustundir þar sem allir nemendur eiga að mæta. Vinnustundirnar nýtast bæði til sjálfstæðrar verkefnavinnu og eins til að ljúka þeim verkefnum sem ekki náðist að vinna í kennslustundum. Það er mætingaskylda í bæði kennslustundir og vinnustundir.

FAS er heilsueflandi framhaldsskóli þar sem vellíðan nemenda er í fyrirrúmi. Breytt fyrirkomulag á kennslustundum samræmist nýjustu rannsóknum á svefntíma ungmenna og viljum við að okkar nemendur njóti þeirra.

Fyrsti umsjónartími annarinnar verður í fyrramálið, fimmtudag 5. janúar á milli 8:30 og 9:00. Þar verður nánar farið yfir nýtt skipulag.  Í kjölfarið verður kennt eftir svokallaðir „hraðtöflu“ en þá hitta kennarar í hverjum áfanga nemendahópa sína í 20 mínútur og þá verður farið yfir skipulag annarinnar.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu föstudaginn 6. janúar.

 

 

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...

Alexandra syngur fyrir FAS

Alexandra syngur fyrir FAS

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV. Einn keppenda er Alexandra Hernandez...