Jólafrí og upphaf vorannar

20.des.2022

Nú er starfi haustannar lokið og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá eru líka allir komnir í jólafrí og er það orðið langþráð hjá mörgum að geta tekið því aðeins rólegar eftir annir síðustu vikna.

Skólastarf vorannar hefst miðvikudaginn 4. janúar en þá verður skólinn settur klukkan 13. Eftir skólasetningu verður boðið upp á aðstoð við að komast inn í tölvukerfi skólans. Fimmtudaginn 5. janúar verður umsjónarfundur klukkan 8:30. Það er mjög mikilvægt að allir mæti á þann fund því þar á að kynna nýtt skipulag á skólastarfi vorannarinnar. Eftir þann fund hefst kennsla.

Starfsfólk FAS sendir nemendum sínum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og vonar að nýtt ár verði öllum gott og gefandi.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...