Jólafrí og upphaf vorannar

20.des.2022

Nú er starfi haustannar lokið og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá eru líka allir komnir í jólafrí og er það orðið langþráð hjá mörgum að geta tekið því aðeins rólegar eftir annir síðustu vikna.

Skólastarf vorannar hefst miðvikudaginn 4. janúar en þá verður skólinn settur klukkan 13. Eftir skólasetningu verður boðið upp á aðstoð við að komast inn í tölvukerfi skólans. Fimmtudaginn 5. janúar verður umsjónarfundur klukkan 8:30. Það er mjög mikilvægt að allir mæti á þann fund því þar á að kynna nýtt skipulag á skólastarfi vorannarinnar. Eftir þann fund hefst kennsla.

Starfsfólk FAS sendir nemendum sínum sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og vonar að nýtt ár verði öllum gott og gefandi.

Aðrar fréttir

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

Í mörg ár hefur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðið fyrir Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni  sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er t.d. í...

Listaverk nemenda í Miðbæ

Listaverk nemenda í Miðbæ

Sam Rees er einn þeirra listamanna sem á verk á yfirstandandi sýningu Svavarssafns; Tilraun Æðarrækt, Sjálfbært samlífi. Sam Rees vinnur með gervigreind og nýtir hann þá tækni til listsköpunar. Verk hans hafa verið til sýnis í Miðbæ frá því að sýningin opnaði síðasta...

Fuglatalning í fimbulkulda

Fuglatalning í fimbulkulda

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi...