Fab Stelpur & Tækni

07.des.2022

Á þessu hausti stóð Vöruhúsið fyrir námskeiði sem kallast Fab Stelpur & Tækni. Markhópurinn voru stelpur á aldrinum 14-20 ára og var markmiðið að kynna tækninám sérstaklega fyrir stelpum og alla þá möguleika sem tækninám býður upp á, 

Það voru sex stelpur sem allar eru nemendur í FAS sem kláruðu námskeiðið. Þær hönnuðu allar lampa þar sem þær lærðu m.a. lærðu að vinna með þrívíddargögn og prenta út í þrívíddarprentara,  teikna í vektor teikniforritinu Inscape og skera út í laserskera. Þá fengu þær fræðslu um Arduino iðntölvur, lærðu um RGB LED borða og hvernig má stýra þeim með iðntölvu, lærðu að lóða og tengja Led borða við iðntölvu. Þá lærðu þær að setja upp Arduino IDE forritið og hvernig er hægt að breyta forriti til að geta sett upp mismunandi lýsingu á lampana og síðast en ekki síst hvernig hægt er að setja upp app fyrir snjallsíma til að geta stýrt lampanum í gegnum appið.

Fyrir utan þessa fræðslu fengu þátttakendur kynningar um kvenkyns fyrirmyndir í þessum geira, bæði íslenskar og erlendar. Í FAS fá þátttakendur einingar fyrir námskeiðið sem nýtist inn í námsferilinn. Vöruhúsið ætlar að vinna áfram að því að kynna tækninám fyrir stelpum og stefnir að námskeiði fyrir stelpur á grunnskólaaldri.

Á meðfylgjandi mynd má sjá stelpurnar okkar með lampana sína. En þær voru sammála um að námskeiðið hefði verið skemmtilegt og gagnlegt.

 

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...