Opið fyrir skráningar á næstu önn

25.nóv.2022

Það er mikilvægt hafa gott yfirlit yfir nám sitt og hvaða áfanga á að taka hverju sinni. Nemendur í FAS eiga nú allir að vera búnir að staðfesta val sitt fyrir næstu önn í Innu.

Það eru alltaf einhverjir sem vilja hefja aftur nám eða bæta við sig. Við viljum vekja athygli á því að nú er opið fyrir skráningar í nám í FAS á næstu önn. Hér er yfirlit yfir námsframboð skólans. Og hér er hægt að lesa kennsluáætlanir fyrir þá áfanga sem eru í boði. Langflestir áfangar sem eru í boði í hefðbundu námi er einnig hægt að taka í fjarnámi. Hægt er að sækja um nám hér. 

Það er best að skrá sig sem fyrst en það er opið fyrir skráningar til 10. janúar.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...