Draugahús í FAS

09.nóv.2022

Föstudaginn 4. nóvember breyttist FAS í draugahús um stund. Það voru nemendur í FAS sem gerðu þar í samstarfi við Þrykkjuráð. Tilgangurinn var að leyfa nemendum í Heppuskóla og FAS að koma og hræðast ógnarlegar furðuverur sem voru á kreiki. Krökkunum var skipt í hópa og hver hópur var leiddur í gegnum „hryllingshúsið“ ógnarlega.

Viðburðurinn var vel sóttur og allir skemmtu sér vel þó einhverjir viðurkenndu að þeir væru hálfsmeykir. Í lokin gæddu allir sér á pizzu og fóru saddir og sælir heim.

Það er ánægjulegt að sjá þetta samstarf hjá FAS og Þrykkjunni og hversu vel það tókst.

 

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...