Draugahús í FAS

09.nóv.2022

Föstudaginn 4. nóvember breyttist FAS í draugahús um stund. Það voru nemendur í FAS sem gerðu þar í samstarfi við Þrykkjuráð. Tilgangurinn var að leyfa nemendum í Heppuskóla og FAS að koma og hræðast ógnarlegar furðuverur sem voru á kreiki. Krökkunum var skipt í hópa og hver hópur var leiddur í gegnum „hryllingshúsið“ ógnarlega.

Viðburðurinn var vel sóttur og allir skemmtu sér vel þó einhverjir viðurkenndu að þeir væru hálfsmeykir. Í lokin gæddu allir sér á pizzu og fóru saddir og sælir heim.

Það er ánægjulegt að sjá þetta samstarf hjá FAS og Þrykkjunni og hversu vel það tókst.

 

Aðrar fréttir

Námskeið í skyndihjálp

Námskeið í skyndihjálp

Í nóvember fór fram síðasti verklegi áfanginn hjá nemendum í fjallamennskunáminu. Nemendur voru í fjóra daga að æfa fyrstu hjálp þar sem tekið var á ýmsum þáttum hvað varðar slys og veikindi í óbyggðum. Mikil áhersla var á verklega kennslu en meðal námsþátta voru...

Vinnufundur PEAK í Grikklandi

Vinnufundur PEAK í Grikklandi

PEAK, https://www.peakentrepreneurs.eu/ er verkefni sem styrkt er af Erasmus+ og miðar að því að auka möguleika ungmenna í frumkvöðlastarfi til að skapa sér ný tækifæri á atvinnumarkaði í fjallahéruðum og fámennum byggðum. Ungir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur hafa...

Opið fyrir skráningar á næstu önn

Opið fyrir skráningar á næstu önn

Það er mikilvægt hafa gott yfirlit yfir nám sitt og hvaða áfanga á að taka hverju sinni. Nemendur í FAS eiga nú allir að vera búnir að staðfesta val sitt fyrir næstu önn í Innu. Það eru alltaf einhverjir sem vilja hefja aftur nám eða bæta við sig. Við viljum vekja...