Geðlestin í FAS

25.okt.2022

Það voru aldeilis góðir gestir sem komu í dag  til okkar í FAS. Það voru aðilar á vegum Geðlestarinnar en Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvindi og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum.

Það var víða komið við í fræðslunni í dag. Gestirnir deildu reynslu sinni og hvaða leið þeir fóru til að takast á við lífið þegar á móti blæs. Og það eru svo sannarlega til leiðir til að takast á við vandamál. En það þurfa ekki heldur að vera vandamál til staðar, við þurfum alltaf að rækta geðheilsuna til að okkur líði sem best.

Með Geðlestinni í dag var rapparinn Flóni og tók hann nokkur lög við góðar undirtektir. Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og viljum benda öllum á að muna eftir að rækta bæði sál og líkama.

 

 

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...