Jöklaferð fjallamennskunámsins

17.okt.2022

Áfanginn jöklaferðir var kenndur í tveimur hópum í lok september og byrjun október. Markmið áfangans er að kynna nemendur fyrir skriðjöklum og kveikja áhuga þeirra á ferðalögum á þeim. Nemendur lærðu að byggja akkeri í ís, síga og júmma og búa til hífingu. Að þessu sinni heimsóttum við Svínafellsjökul, Virkisjökul, Falljökul og Kvíárjökul. Veðrið var með eindæmum gott að frátöldum síðasta degi fyrra námskeiðs þar sem óveður geisaði á öllu landinu og hættum við því degi fyrr.

Við erum hæst ánægð með frammistöðu nemendahópsins og vonum að þau haldi áfram að auka þekkingu sína á skriðjöklum og ferðalögum á þeim.

Árni Stefán, Elín Lóa og Íris Ragnarsdóttir

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...