Fjallamennskunemar í gönguferð

20.sep.2022

Annar áfangi þessa skólavetrar hjá Fjallamennskunámi FAS hófst 1. september þegar nemendur komu í áfangann Gönguferð á Höfn. Í áfanganum er megináhersla lögð á að kenna og æfa rötun og leiðaval og allt það helsta sem tengist göngu með allt á bakinu og tjaldbúðalífi.

Fyrsti dagurinn fór í kennslu á kort og áttavita og undirbúning fyrir gönguna. Á öðrum degi áfangans hélt hópurinn svo af stað í fimm daga göngu. Hópurinn, tuttugu og þrír nemendur og fimm kennarar, lögðu af stað upp Hofsdal í Álftafirði, gengu inn á Lónsöræfi og enduðu á Illakambi. Gist var í fjórar nætur í tjöldum. Veðurskilyrði voru mjög góð en það rigndi tvö kvöld af fjórum en enginn vindur var.

Hópurinn gekk upp í svartaþoku þegar komið var upp úr Jökulgilinu, nærri Hofsjökli. Það gerði rötunaræfingar með korti, símaforritum og áttavita mun raunverulegri og nauðsynlegar. Þá var kærkomið útsýnið í átt að Jökulsá og Kömbum þegar rofaði til. Gangan yfir Morsá og í Víðidal var sólrík og þaðan hafði hópurinn útsýni inn á austanverðan Vatnajökul. Kíkt var ofan í Tröllakróka á leið í Múlaskála og bæði Axarfellsjökull og Snæfell blöstu við. Í ferðinni skiptust nemendur á að leiða hópinn og velja hentuga gönguleið á degi hverjum.

Áfanginn endaði svo þann 7. september á frágangi búnaðar og stuttri æfingu í þverun straumvatns í Laxá í Nesjum.

 

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...