Námsferð á Skeiðarársand

04.sep.2022

Síðasta fimmtudag fóru nemendur í áfanganum Inngangur að náttúruvísindum í árlega námsferð á Skeiðarársand. Tilgangur ferðarinnar var annars vegar að skoða gróðurreiti sem skólinn hefur umsjón með og hins vegar að fræðast um svæðið og gróðurframvindu þess.

Fyrir ferðina er mikilvægt að fara í gegnum það sem á að gera til að allt gangi sem best. Nemendum er skipt í hópa og hafa allir ákveðið hlutverk. Eftir helgina munu nemendur svo vinna skýrslu um ferðina.

Það spillti ekki fyrir að það var sól og blíða á meðan hópurinn athafnaði sig á sandinum. Það var því sannarlega nærandi fyrir sál og líkama að fara í þessa ferð.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...