Fyrsta árs fjallamennskunemar í gönguferð

02.sep.2022

Síðustu daga hafa nemendur á fyrsta ári í fjallamennsku verið í FAS. Þar hafa þeir verið að undirbúa aðra ferð annarinnar sem er gönguferð um fjalllendi. Undirbúningur felst m.a. í því læra að nota áttavita og staðsetja sig á korti, undirbúa og velja bestu leiðina svo eitthvað sé nefnt.

í dag klukkan 15 var svo komið að því að halda af stað en þá sótti rúta hópinn til fara með hann á upphafsstað göngunnar. Hópurinn kemur til baka á þriðjudaginn og verður þá væntanlega reynslunni ríkari.

Þeir sem vilja fylgjast með ferðum hópsins geta smellt á þessa slóð og séð staðsetningu hverju sinni. Við óskum hópnum góðrar ferðar og vonum að allt gangi sem best.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...

Alexandra syngur fyrir FAS

Alexandra syngur fyrir FAS

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV. Einn keppenda er Alexandra Hernandez...