Nýnemahátíð í FAS

23.ágú.2022

Það er mikið af nýju fólki á nýju skólaári í FAS og dagurinn í dag er sérstaklega tileinkaður nýnemum. Að þessu sinni var staðnemendum skipt í nokkra hópa þar sem nýnemum og eldri  nemendum var blandað saman. Í byrjun þurfti að gefa hópnum nafn og finna lukkudýr fyrir hópinn. Það hafði verið komið fyrir nokkrum stöðvum um Nýheima og þurfti hver hópur að fara á allar stöðvarnar og leysa mismunandi þrautir. Eftir hverja leysta þraut fékk hópurinn bókstaf og í lokin átti að finna lausnarorðið. Það var hópurinn „Stjáni blái“ sem fékk flest stig og bar því sigur úr býtum.

Allt gekk þetta ljómandi vel og var ekki annað að sjá en öllum þætti gaman að sprella og leika sér um stund. Tilgangurinn er þó fyrst og fremst að bjóða nýja nemendur velkomna. Að leik loknum var efnt til hamborgaraveislu sem hún Dísa okkar töfraði fram og var matnum gerð góð skil.

Á einni stöðinni fengu hóparnir það hlutverk að semja ljóð – á meðfylgjandi mynd má sjá meðlimi „Stjána bláa“ semja ljóð með tilþrifum.

Aðrar fréttir

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...