Skólastarf haustannarinnar hafið

18.ágú.2022

Það var margt um manninn í fyrirlestrasal Nýheima í morgun þegar skólastarf haustannarinnar hófst formlega með skólasetningu. Lind nýskipaður skólameistari bauð alla velkomna og fór yfir helstu áherslur á önninni. Að lokinni skólasetningu hittu nemendur svo umsjónarkennara sína þar sem stundatöflur voru skoðaðar og athugað hvort einhverju þurfi að breyta í skráningu á námi.

Kennsla hjá staðnemendum hefst samkvæmt stundaskrá í fyrramálið klukkan 8 en nemendur í fjallamennsku halda síðar í dag í Öræfin þar sem fyrsti áfanginn í náminu verður haldinn.

Við bjóðum alla velkomna og vonum að námið á önninni verði bæði gaman og gefandi.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Framhald í Fjallaskíðamennsku FAS

Þá var komið að síðasta fjallaskíðanámskeiði vetrarins. Framhaldsnemar héldu enn á ný norður í land til þess að auka færni sína á fjallaskíðum. Hópurinn hittist í bakaríi á Akureyri þar sem morgunfundur var haldinn að venju og farið var yfir búnaðinn. Í þetta sinn var...

Alexandra syngur fyrir FAS

Alexandra syngur fyrir FAS

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin 6. apríl næstkomandi. Keppnin verður haldin í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Að þessu sinni taka 23 keppendur þátt. Söngkeppin hefst kukkan 19:45 og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV. Einn keppenda er Alexandra Hernandez...