Skólastarf haustannarinnar hafið

18.ágú.2022

Það var margt um manninn í fyrirlestrasal Nýheima í morgun þegar skólastarf haustannarinnar hófst formlega með skólasetningu. Lind nýskipaður skólameistari bauð alla velkomna og fór yfir helstu áherslur á önninni. Að lokinni skólasetningu hittu nemendur svo umsjónarkennara sína þar sem stundatöflur voru skoðaðar og athugað hvort einhverju þurfi að breyta í skráningu á námi.

Kennsla hjá staðnemendum hefst samkvæmt stundaskrá í fyrramálið klukkan 8 en nemendur í fjallamennsku halda síðar í dag í Öræfin þar sem fyrsti áfanginn í náminu verður haldinn.

Við bjóðum alla velkomna og vonum að námið á önninni verði bæði gaman og gefandi.

Aðrar fréttir

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

FAS með tvö lið í Lífshlaupinu

Í mörg ár hefur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðið fyrir Lífshlaupinu sem er heilsu- og hvatningarverkefni  sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er t.d. í...

Listaverk nemenda í Miðbæ

Listaverk nemenda í Miðbæ

Sam Rees er einn þeirra listamanna sem á verk á yfirstandandi sýningu Svavarssafns; Tilraun Æðarrækt, Sjálfbært samlífi. Sam Rees vinnur með gervigreind og nýtir hann þá tækni til listsköpunar. Verk hans hafa verið til sýnis í Miðbæ frá því að sýningin opnaði síðasta...

Fuglatalning í fimbulkulda

Fuglatalning í fimbulkulda

Í dag var komið að fyrstu fuglatalningu ársins í umhverfis- og auðlindafræðinni. Að venju var farið í Ósland. Talningasvæðið afmarkast frá Bræðslunni í austri og í vesturátt meðfram Óslandinu. Það var fremur napurt á svæðinu í dag og stór hluti talningasvæðsins ísi...