FAS hlýtur styrk hjá Eramsus+

04.sep.2015

rannis_styrkurSíðasta vetur var unnið að nýrri umsókn í FAS um nýtt erlent samskiptaverkefni en hægt er að sækja um slíkt hjá Erasmus+ sem er ein af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Umsóknin er unnin með skóla í borginni Wroclaw í Póllandi og byggir m.a. á verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli.
Það er skemmst frá því að segja að umsóknin var samþykkt og er FAS eini íslenski framhaldsskólinn sem stýrir verkefni í flokkunum samstarfsverkefni að þessu sinni. Styrkupphæð til verkefnisins getur numið allt að 68.320 evrum.
Síðastliðinn mánudag var námskeið fyrir verkefnastjóra og skrifað undir samninga hjá Rannís. Á meðfylgjandi mynd má sjá verkefnastjóra í flokki leik-, grunn- og framhaldsskóla. Nánar má lesa um verkefni sem fengu styrk hér

Aðrar fréttir

Fókus á álftatalningu

Fókus á álftatalningu

Í dag var komið að árlegri ferð upp í Lón en það er eitt af vöktunarverkefnum í umhverfis- og auðlindafræði í FAS að fylgjast með álftum. Aðaltilgangurinn að telja álftir á Lónsfirði en við komum líka við á urðunarstaðnum í Lóni og fengum að sjá og fræðast um...

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Anna Lára vinnur ferð til Þýskalands

Félag þýzkukennara hefur um árabil með stuðningi frá Goethe Institut og Þýska sendiráðinu staðið fyrir samkeppni sem kallast Þýskuþraut. Þar gefst nemendum sem eru komnir áleiðis í námi kostur á að taka þátt í þýskuprófi til að sjá hver staða þeirra er miðað við...

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Opnum dögum lýkur – nýr framhaldsskólameistari í Hornafjarðarmanna

Í dag er þriðji og síðasti dagur opinna daga og mikið búið að vera um að vera. Morguninn byrjaði líkt og fyrri dagar á morgunleikfimi. Að því loknu fengum við góða gesti. Það voru læknanemar frá Ástráði með fræðslu um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti. Í löngu...