Fjallanám – eitthvað fyrir þig?

27.ágú.2015

isklifur2Á síðasta vetri var nám í fjallamennsku endurskipulagt. Nú er ekki lengur miðað við lágmarksaldur 18 ár og því geta nemendur jafnvel á fyrsta ári verið með. Náminu er skipt í fjóra námsþætti og fer námið nær eingöngu fram utan skólans. Við viljum vekja athygli á því að nám í fjallamennsku er hægt að nota sem sérhæfingu og línu á kjörnámsbraut sem er ein af brautum til stúdentsprófs í FAS.
Nemendur sem eru í námi í FAS geta gjarnan verið með í fjallanámi kjósi þeir svo. Það er einungis ein vika sem þeir þyrftu að vera frá skóla og þá væri hægt að semja við aðra kennara um O-skráningu.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að takast á við nýjar og spennandi áskoranir að kynna sér málið með því að skoða meðfylgjandi viðhengi.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...