Á síðasta vetri var nám í fjallamennsku endurskipulagt. Nú er ekki lengur miðað við lágmarksaldur 18 ár og því geta nemendur jafnvel á fyrsta ári verið með. Náminu er skipt í fjóra námsþætti og fer námið nær eingöngu fram utan skólans. Við viljum vekja athygli á því að nám í fjallamennsku er hægt að nota sem sérhæfingu og línu á kjörnámsbraut sem er ein af brautum til stúdentsprófs í FAS.
Nemendur sem eru í námi í FAS geta gjarnan verið með í fjallanámi kjósi þeir svo. Það er einungis ein vika sem þeir þyrftu að vera frá skóla og þá væri hægt að semja við aðra kennara um O-skráningu.
Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að takast á við nýjar og spennandi áskoranir að kynna sér málið með því að skoða meðfylgjandi viðhengi.
Nóg að gera í lok annar
Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...