Skólasetning í dag

21.ágú.2015

skolasetningKlukkan tíu í morgun hófst skólastarf haustannarinnar formlega þegar skólinn var settur. Eftir stutt innlegg frá skólameistara var félagslíf nemenda kynnt og nemendur hvattir til að velja sig í hópa. Klukkan ellefu hófust umsjónarfundir þar sem nemendur fengu afhentar stundatöflur. Þar var einnig farið yfir skipulag, s.s. hvernig vinnulagi er háttað í skólanum, mætingar og Innu og Kennsluvef sem eru kerfi til að halda utan um nám nemenda. Á umsjónarfundi er líka mögulegt að breyta skráningum ef á þarf að halda.
Kennsla hefst svo á mánudag samkvæmt stundaskrá. Hlökkum til að sjá ykkur þá.

Aðrar fréttir

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð Fjallamennskunáms FAS vor 2023

Hæfniferð FAS er ígildi lokaprófs en þar fá nemendur tækifæri til að sýna fram á þá hæfni og þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum skólagönguna. Lagt er upp með í áfanganum að nemendur takist á við fjölbreytt og flókið landslag, hvort sem það er utan hefðbundinna...

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Framhald í klettaklifri – maí 2023

Eins og svo oft áður á þessu fallega skeri var veðrið aðeins að stríða okkur. Því var ákveðið að byrja kennsluna innanhúss og til þess er enginn staður betri en Mikligarður – við kunnum Klifurhúsinu og Garðabæ bestu þakkir fyrir að fá að nýta þessa aðstöðu....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 11 stúdentar, einn nemandi af Vélstjórn A og einn nemandi af framhaldsskólabraut. Nýstúdentar eru: Carmen Diljá Eyrúnardóttir, Erlendur Rafnkell Svansson, Eydís Arna Sigurðardóttir, Júlíana Rós Sigurðardóttir,...