🛍 Þorláksmessa

Þorláksmessa að vetri sem almennt er aðeins kölluð Þorláksmessa er þann 23. desember og haldin til minningar um Þorlák hinn helga Þórhallsson biskup í Skálholti en hann lést þennan dag árið 1193 og var þessi messudagur tekinn upp honum til heiðurs og lögleiddur 1199.

Einnig er til Þorláksmessa á sumri þann 20. júlí sem lögleidd var árið 1237 til að minnast þess að þann dag 1198 voru bein Þorláks tekin upp til að nýtast til áheita. Var sumarmessa þessi ein mesta hátíð ársins á Íslandi fyrir Siðaskipti.

Á seinni tímum hefur Þorláksmessa alveg misst sinn trúarlega heilagleik þótt segja megi samt að upp á fáa daga haldi Íslendingar jafn mikið en þó með æði öðrum hætti en til hans var stofnað og ósennilegt að mörgum sé Þorlákur helgi ofarlega í huga þann dag.

Þorláksmessa dagsins í dag er orðið stór hluti af Jólaundirbúningnum og fyllast oftast allir miðbæjarverslunarkjarnar þéttbýlisstaða af fólki hvort sem það er í verslunarleiðangri en Þorláksmessa er einn ef ekki mesti söludagur verslana á ári hverju eða bara spóka sig og hitta vini og vandamenn.

▶︎ Nánar um Þorláksmessu á Íslenska Almanaksvefnum

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

23. - 24. des - 2020

Time

All Day