🐑 Eldaskildagi

Eldaskiladegi þann 10. maí ár hvert var áður fyrr sá dagur á Íslandi sem jarðeigendum og prestum var skilað því fé sem leiguliðar eða sóknarbörn höfðu haft í eldi fyrir þá um veturinn eða frá Eldadegi þann 6. október. Eins voru ýmsar aðrar greiðslur oft miðaðar við þennan dag.

Elstu heimildir um þennan dag og svokölluð prestlömb einnig oft kölluð heytollur sem afgjald þetta var oft kallað eru frá fyrri hluta 18. aldar en sennilegt er að dagurinn sé þó mun eldri og margt sem bendir til að hann sé jafnvel frá því fyrir Siðaskipti.

Upphaflega hefur þessi dagsetning verið valin þar sem gjafatíma var alment lokið fé komið í hagabeit og sauðburður ekki hafinn. Því þurftu jarðeigendur og prestar ekki að eiga hey fyrir féð og fengu síðan lömbin án nokkurs tilkostnaðar og fyrirhafnar sem arð.

▶︎ Nánar um Eldaskildag og Eldadag á Íslenska Almanaksvefnum

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

10. - 11. maí - 2020

Time

All Day