Einn hópanna í síðustu viku hafði það að markmiði sínu að búa til skólablað fyrir FAS. Þó það hafi ekki margir verið í hópnum var vinnan engu að síður árangursrík. Í dag var svo lokahnykkurinn settur á verkið með útgáfu blaðsins. Núna er útgáfan á netformi og þeir sem vilja lesa blaðið geta nálgast það hér
Ætlunin er að gefa blaðið út á prentformi og mun það gerast á næstu dögum.
Endilega lesið blaðið, það er margt áhugavert og sniðugt að sjá þar.
Það er heldur betur líf og fjör í Nýheimum núna. En þar gefst fólki tækifæri á að kynna sér það fjölbreytta námsframboð sem háskólar landsins hafa upp á að bjóða og spjalla við nemendur, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur náminu.
Auk nemenda í FAS eru nemendur grunnskólans að skoða möguleika sem bjóðast í námi. Það er líka gaman að sjá fyrrum nemendur sem eru að velta fyrir sér möguleikum á framhaldsnámi.
Kynningin í Nýheimum stendur til 12 í dag.
[modula id=“9747″]
Núna um hádegisbil lauk opnum dögum í FAS. Hér eru nokkrar myndir sem gefa vísbendingu um það sem var gert.
[modula id=“9749″]

Hugmynd verður að veruleika í FabLab.
Á morgun bjóðum við gestum og gangandi til að skoða það sem gert hefur verið undanfarna daga. Hver hópur mun taka á móti gestum í Nýheimum og gera verkefnin sem hafa verið unnin sýnileg á einhvern hátt.
Klukkan 12 verður hver hópur með stutta kynningu þar sem skýrt er frá hvað því hvað hefur verið gert og hvert gestir geta farið til að kynna sér nánar vinnu nemenda. Sýningin verður opin til 13:30.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Í dag fimmtudag og á morgun föstudag verður útvarpshópur með útsendingar. Hægt er að hlusta á dagskrána hér:
Fimmtudagur:
9:00 – 11:00
Óvopnaðir Bændur: fréttir, spjall og fleira
Þáttastjórnendur: Bjarmi Þeyr Jónsson, Oddleifur Eiríksson og Kristofer Hernandez
11:00 – 13:00
Útvarp Gras: skemmtiþáttur þar sem verður spjallað við áhugavert fólk
Þáttastjórnendur: Hafþór Logi Heiðarsson, Ísar Karl Arnfinnsson og Sigurður Guðni Hallsson
13:00 – 16:00
Ekki hugmynd: íþróttir, tölvuleikir og skemmtilegt spjall.
Stjórnandi: Björgvin Ingi Valdimarsson
Föstudagur:
9:00 – 11:00
Óvopnaðir Bændur: fréttir, spjall og fleira
Þáttastjórnendur: Bjarmi Þeyr Jónsson, Oddleifur Eiríksson og Kristofer Hernandez
11:00 – 13:00
Útvarp Gras: skemmtiþáttur þar sem verður spjallað við áhugavert fólk
Þáttastjórnendur: Hafþór Logi Heiðarsson, Ísar Karl Arnfinnsson og Sigurður Guðni Hallsson
13:00 – 14:00
Ekki hugmynd: íþróttir, tölvuleikir og skemmtilegt spjall.
Stjórnandi: Björgvin Ingi Valdimarsson
Í morgun hófust í FAS opnir dagar en ganga líka undir nafninu fardagar. Þeir framhaldsskólar sem eiga hlut að Fjarmenntaskólanum bjóða upp á fardaga og geta nemendur sem það vilja farið í heimsókn í einhvern skólanna og tekið þátt í viðburðum sem eru í boði þar. Að þessu sinni fóru fjórir nemendur í heimsókn í ME og taka þátt í dagskránni þar.
Hér í FAS eru nokkrir hópar að störfum og eru viðfangsefnin margvísleg. Það er t.d. verið að vinna að því að gefa út skólablað og undirbúa árshátíð sem þó verður ekki haldin fyrr en eftir páska. Einhverjir hópar vinna að listum þessa dagana og eru t.d. að taka ljósmyndir eða vinna í Vöruhúsinu. Leiklistarhópurinn er með sýningar á Ronju ræningjadóttur.
Einn hópurinn tók að sér að breyta einni kennslustofunni og gera hana vistlegri. Þá hefur hópur unnið að dagskrárgerð fyrir útvarp og verður sent út á morgun milli 10 og 16 og á föstudag frá 10 – 14. Hér er hægt að hlusta á Útvarp FAS.
Á föstudag munu svo hóparnir kynna afrakstur vinnunnar. – Hér eru nokkrar myndir frá því í dag.
[modula id=“9745″]