Select Page

Styrkur úr Þóunarsjóði námsgagna

25.maí.2022

Nýverið fengu þeir Ástvaldur Helgi Gylfason og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson kennarar í Fjallamennskunámi FAS tveggja milljóna króna styrk úr Þróunarsjóði námsgagna. Styrkinn ætlar þeir að nota til að skrifa og þróa kennsluefni í rötun sem mun meðal annars nýtast beint nemendum í fjallamennskunáminu.

Hugmyndin er að útbúa handbók sem nemendur muni geta stuðst við í gegnum allt námið sitt og mun taka fyrir rötun með korti, áttavita, gps og öðrum snjalltækjum. Ætlunin er bæði að uppfæra gamalt námsefni sem og að búa til nýtt sem hentar þeim staðli sem unnið er eftir í dag í leiðsögninni. Námsefnið verður gefið út rafrænt en einnig verða gerð kennslumyndbönd. Þeir Ástvaldur og Tómas stefna á að ljúka námsefnisgerðinni fyrir haustið 2023.

Þetta eru frábærar fréttir því það er mikilvægt að til sé gott námsefni í fjallamennskunáminu. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Aðrar fréttir

Útskrift úr fjallamennskunámi FAS

Útskrift úr fjallamennskunámi FAS

Í dag fór fram útskrift í fjallamennskunáminu í FAS. Af fyrsta ári útskrifuðust 24 nemendur og tveir af öðru ári. Þetta er í fyrsta skipti sem nemendur útskriftast af öðru ári.Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim jafnframt...

Önnur hæfniferð Fjallamennskunámsins

Önnur hæfniferð Fjallamennskunámsins

Þá er síðasta áfanga fjallamennskunámsins lokið en seinni hópurinn í hæfniferð hefur nýlokið ævintýralegri ferð. Að þessu sinni stóð leiðangur upp á Öræfajökul uppi sem sigurvegari kosninganna en nemendur og kennarar velja í sameiningu verkefni við hæfi í hæfniferð.Á...

Valáfangi í klifri

Valáfangi í klifri

Dagana 22. - 25. maí var annar af tveimur valáföngum í klifri haldinn og tóku níu nemendur þátt í námskeiðinu. Veðrið réði för og námskeiðið byjraði á svæðinu Háabjalla - sem hentar einstaklega vel fyrir byrjendur. Ekki spillti veðrið fyrir en það var sól og blíða....