Select Page

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

13.maí.2022

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir fjölbreyttum viðburðum ásamt stjórn nemendafélagsins. Hápunktur í starfsemi vetrarins er þó einstaklega vel lukkuð árshátíð í mars.

Aðalfundur nemendafélagsins var haldinn í síðustu viku og var mæting hin ágætasta. Fyrir fundinn hafði verið auglýst eftir áhugasömum nemendum til að leiða starf nemendafélagsins á komandi skólaári og komu nokkrar umsóknir. Eftir kosningar er það ljóst að Dagmar Lilja verður forseti nemendafélagsins og Júlíana Rós varaforaseti. Filip er fulltrúi FAS í SÍF (Sambandi íslenskra framhaldsskólanema). Við óskum þeim til hamingju og hlökkum til að fylgjast með störfum þeirra í haust.

Á þessum tímamótum viljum við líka þakka fráfarandi stjórn frábær störf í vetur. Þau hafa svo sannarlega staðið sig við oft krefjandi aðstæður. Meðfylgjandi mynd sýnir þau Tómas Nóa, Sævar Rafn og Selmu Ýri og var myndin tekin þegar stjórnin skilaði af sér.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Kynningar á lokaverkefnum nemenda

Kynningar á lokaverkefnum nemenda

Í gær var síðasti kennsludagur annarinnar í FAS. Þá var líka kynning á lokaverkefnum væntanlegra útskriftarnemenda en frá því að núverandi námskrá skólans tók gildi hafa allir útskriftarnemendur þurft að vinna slík verkefni. Þar er lögð áhersla á að nemendur kynni sér...