Select Page

Kynningar á lokaverkefnum nemenda

11.maí.2022

Í gær var síðasti kennsludagur annarinnar í FAS. Þá var líka kynning á lokaverkefnum væntanlegra útskriftarnemenda en frá því að núverandi námskrá skólans tók gildi hafa allir útskriftarnemendur þurft að vinna slík verkefni. Þar er lögð áhersla á að nemendur kynni sér aðferðir til að vinna skipulega og koma upplýsingum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt.

Kynningarnar í gær voru fjölbreyttar. Margir nemendur höfðu lagt fyrir kannanir og skrifað skýrslu tengda niðurstöðunum. Þá voru líka kynningar þar frá nemendum sem höfðu unnið verkefni tengd áherslum sínum í námi, t.d. á lista- og menningarsviði skólans.

Lokamatsviðtöl hefjast í dag og standa fram í næstu viku. Allir nemendur þurfa að ræða við kennara sína um námið og önnina. Sá fundur getur verið í skólastofu eða í gegnum Teams eftir aðstæðum. Lokamatsviðtölum á að vera lokið 19. maí og því styttist að nemendur komist út í sumarið.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...