Select Page

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands spilar í Nýheimum

09.maí.2022

Það má með sanni segja að Nýheimar hafi iðað af lífi og sál í morgun en þá hélt Sinfóníuhljómsveit Suðurlands tónleika fyrir nemendur í grunnskólanum og FAS. Hljómsveitin fagnar sumri með tónleikum á nokkrum stöðum á Suðausturlandi.

Tónleikarnir hófust á því að stjórnandi hljómsveitarinnar Guðmundur Óli Gunnarsson kynnti hvaða hljóðfæri er að finna í hljómsveitinni og hvert hljóðfæri gaf tóndæmi. Aðalefni tónleikanna var þó tónverkið “Lykillinn” eftir þá Tryggva Má Baldvinsson og Sveinbjörn I Baldvinsson og er verkið eins konar “Pétur og úlfurinn” úr íslenskum sagnveruleika. Sögumaður í tónverkinu var Stefán Sturla.

Það er skemmst frá því að segja að tónleikarnir tókust ljómandi vel og ekki að sjá annað en allir nytu þessa menningarviðburðar í Nýheimum á mánudagsmorgni.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...