Select Page

Nemendaráð kaupir billjardborð

03.maí.2022

Fyrir nokkrum árum gaf Kiwanisklúbburinn Ós nemendum FAS fótboltaspil sem er staðsett í aðstöðu nemenda á efri hæð. Það hefur verið mikið notað. Núverandi nemendaráði fannst vanta meiri afþreyingu fyrir nemendur og fyrir stuttu var ráðist í að festa kaup á nýju billjardborði. Nemendafélagið notaði hluta af sjóði sínum til að fjárfesta í borðinu.

Billjardborðið hefur heldur betur vakið lukku á meðal nemenda og nánast í hverjum frímínútum eru einhverjir að nýta aðstöðuna, hvort sem er í billjard eða í fótboltaspilinu. Það hefur jafnvel verið sett upp keppni fyrir lið.

Þetta er frábært framtak hjá nemendaráði og þetta framtak þeirra mun nýtast bæði núverandi og væntanlegum nemendum FAS til langs tíma.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...