Select Page

Heimsókn frá Póllandi

28.apr.2022

Síðustu daga hafa verið hér góðir gestir frá framhaldsskóla í Ledziny í Suður-Póllandi. Tildrög þess að hópurinn er kominn hingað eru þau að hann vildi kynnast skóla á Íslandi sem býður upp á áhugavert nám tengt heilsu.

Hér í FAS hafa þau hitt kennara sem koma að kennslu í heilsutengdum greinum og þá sem halda utan um félagslíf nemenda. Þau hittu einnig nemendaráð til að fræðast um félagslífið og skipulag þess. Auk þess fræddust þau um íslenska skólakerfið og hvernig námið er byggt upp í FAS með áherslu á starfsnám og stuðningskerfið. Þá hafa þau í heimsókn sinni hitt bæjarstjóra, skoðað Vöruhúsið og fræðst um starfsemi í Nýheimum.

Gestirnir eru mjög ánægðir með móttökurnar og þann möguleika að geta kynnst öðru skólaumhverfi og eru sammála um að hér hjá okkur sé mun meiri sveigjanleiki í námi en hjá þeim. Það er áhugi á áframhaldandi samstarfi. Þar er t.d. verið að skoða samstarf tengt íþróttum og eins varðandi nemendur af erlendum uppruna. Það verður spennandi að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...