Select Page

Skólastarf vorannar hafið

04.jan.2022

Skólastarf vorannar í FAS hófst formlega í morgun þegar skólinn var settur. Í máli skólameistara kom fram að reynt verði eftir fremsta megni að hafa skólastarf sem eðlilegast þó að mikið sé um smit af völdum kórónuveirunnar núna. Jafnframt minnti hann á mikilvægi þess að hver og einn gæti sem best að sóttvörnum til að minnka líkur á smiti. En komi upp smit þurfi að bregðast við því.
Eftir skólasetningu voru umsjónarfundir þar sem farið var yfir helstu áherslur annarinnar.

Kennsla hefst svo á morgun, 5. janúar, samkvæmt stundaskrá. Nemendur geta séð bæði stundatöflu og bókalista í Innu. Ef það eru einhverjir sem eru að velta fyrir sér breytingu á áfangaskráningu er best að drífa í því hið fyrsta því lok áfangaskráningar eru fimmtudaginn 6. janúar.

Við skulum ganga jákvæð og glöð mót hækkandi sól og vonum að dagar veiruskammarinnar verði senn taldir.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Laugardaginn 21. maí verður útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast átta nemendur af Vélstjórn A og fjórtán stúdentar. Athöfnin fer fram í Nýheimum og hefst klukkan 14.Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Það væri gaman ef þeir sem eiga útskriftarafmæli...

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Hæfniferð vor 2022 – Núpstaðaskógur – Skaftafell

Eftir langan og skemmtilegan vetur endar námsár nemenda við Fjallamennskunám FAS á áfanganum Hæfniferð. Markmið áfangans er að nemendur undirbúi og skipuleggi eigin ferð á hálendi Íslands. Þegar hópurinn lagðist í fyrstu skipulagsvinnuna þá komu upp margar hugmyndir....

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Stjórnarskipti hjá NEMFAS

Í dag lauk formlega starfi í nemendafélagi FAS á yfirstandandi skólaári. Starfsemi nemendafélagsins hefur gengið þokkalega þó sérstaklega á vorönninni eftir að takmörkunum tengdum covid var aflétt. Fimm klúbbar voru starfandi á skólaárinu og stóðu þeir fyrir...