Fimmta skrefið komið í FAS

20.des.2021

Mánudaginn 13. desember var komið að lokaúttekt á Grænum skrefum í FAS. Það er skemmst frá því að segja að úttektin gekk vel og FAS hefur nú lokið öllum skrefunum fimm.

Einn liður í Grænum skrefum er hjólavottun þar sem fólk er hvatt til að nýta umhverfisvænni samgöngumáta. Það er Hjólavottun sem er félag hjólreiðamanna sem stendur fyrir vottuninni og hvetur með því stofnanir og vinnustaði til að bæta aðbúnað fyrir starfsfólk svo það velji frekar umhverfisvænni og heilbrigðari ferðamáta í sínu daglega lífi. Nú hafa Nýheimar og sveitarfélagið tekið höndum saman til að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk. Það hefur verið ákveðið að setja upp hjólaskýli við Nýheima sem nýtist bæði íbúum Nýheima og starfsfólki í ráðhúsinu. Stefnt er að því að setja skýlið upp á næsta ári. Hjá Hjólavottuninni er hægt að fá; brons-, silfur-, gull- eða platínuvottun eftir því hvað stofnunin uppfyllir mörg skilyrði. FAS hefur nú þegar fengið silfurvottun og stefnir á gullvottun með nýju hjólaskýli og hækkandi sól. Að sjálfsögðu stefnir FAS að platínuvottun í náinni framtíð.

Þá má í lokin nefna að skólinn hefur gert samgöngusamning við þá sem koma gangandi eða hjólandi til vinnu. Þeir sem gerðu slíkan samning við skólann á haustönninni fengu þau styrk fyrir þetta skólaár. Vonandi verður framhald á samgöngusamningum því hann er sannarlega hvatning, bæði til að hreyfa sig meira og um leið að minnka kolefnissporið.

 

Aðrar fréttir

Þorramatur á bóndadegi

Þorramatur á bóndadegi

Í dag er bóndadagur en það er fyrsti dagurinn í Þorra sem er fjórði mánuður vetrar í gamla norræna tímatalinu. Bóndadagur er alltaf í 13. viku vetrar og ber ætíð upp á föstudag og eins og nafnið ber með sér er dagurinn helgaður körlum landsins á öllum aldri. Í gegnum...

Uppsetning á Silfurtúnglinu

Uppsetning á Silfurtúnglinu

FAS ætlar í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar að setja upp leikverkið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness á þessari önn. Mánudaginn 17. janúar boðar leikfélagið til kynningarfundar í Hlöðunni sem er á Fiskhól 5. Þar ætlar leikstjórinn Stefán Sturla að fara yfir...

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

FAS keppir í Gettu betur á fimmtudag

Enn og aftur er spurningkeppnin Gettu betur farin af stað og að sjálfsögðu tekur FAS þátt. Í ár taka 29 skólar þátt í keppninni. Þegar lið voru dregin saman kom í ljós að mótherji FAS í fyrstu umferð er MH. Lið FAS skipa þau Anna Lára Grétarsdóttir, Selma Ýr...